Prentsmiðjan Steinprent

Prentsmiðjan Steinprent er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var í maí 1993. Steinprent er eina prentsmiðjan á Snæfellsnesi og frá upphafi hefur verið lögð á það áhersla að þjónusta íbúa Vesturlands en auk þess á Steinprent trygga viðskiptavini annarstaðar á landinu.

 

 

Bæjarblaðið Jökull

Steinprent gefur út Bæjarblaðið Jökul en fyrsta tölublaðið kom út 8. mars árið 2001, blaðið liggur frammi í Grundarfirði og Snæfellsbæ en að auki er sístækkandi hópur brottfluttra sem fær blaðið sent í tölvupósti.

Allir þeir sem áhuga hafa á að fylgjast með því sem er að gerast er bent á að smella á flipa merktum Jökli efst á síðunni, á þeirri síðu er hægt að flétta blaðinu eða hlaða því niður, einnig er hægt að hafa samband og fá blaðið sent í tölvupósti sér að kostnaðarlausu.

Prentsmiðjan

Prentsmiðjan Steinprent er ekki stærsta prentsmiðja landsins en við getum tekið að okkur öll almenn verkefni í prentun. Meðal verkefna prentsmiðjunnar er allt frá nafnspjöldum upp í blöð eins og Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar.  Umslög, reikningar, greiðsluseðlar og bréfsefni eru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur.

Hafðu samband og athugaðu hvort að við getum ekki orðið að liði. 


Keyri á Vefstjórinn Live